Leita í fréttum mbl.is

Egill Tamini og Kristrún

Þáttur Egils Helgasonar hófst með hefðbundnum hætti í dag, þ.e. klukkustundarlangri Evrópuumræðu þar sem fátt nýtt kom fram, en rifjuð voru upp ýmis ummæli vikunnar. Það sem helst bar til tíðinda var hve endurnærður Björn Ingi Hrafnsson virtist vera og glaður yfir að vera laus úr borgarstjórninni, svo mjög að hann smitaði út frá sér og virtist liggja vel á öllum viðmælendum, andrúmsloftið varð svo afslappað yfir endurtekinni Evrópuumræðunni að Kristrún lygndi aftur augunum.

Í seinni hluta þáttarins var mættur varaformaður Frjálslynda flokksins sem varð strax fyrir mikilli og ósanngjarnri ágjöf, ekki bara tveggja viðmælenda heldur líka þáttastjórnandans, Egils Helgasonar, svo mjög að Reyni Traustasyni, vönduðum ritstjóra DV, fannst rétt að árétta að Magnús væri ekki kynþáttahatari. Það virðist vera uppi mikill misskilningur í Akranesmálinu og í stað þess að fara málefnalega yfir það sem Magnús hefur skilmerkilega sett fram í greinargerð virðist sem Samfylkingin slíti allt úr samhengi og setji hluti hennar í tengsl við alls óskylda hluti.

Amal Tamini setti hlutina í samhengi við kosningabaráttu Frjálslynda flokksins frá því í fyrra en á Kristrúnu Heimisdóttur mátti skilja að Frjálslyndi flokkurinn hefði margt fram að færa og að taka þyrfti á innflytjendamálum. Egill og Kristrún sameinuðust hins vegar í að setja málin í samhengi við mótmæli á áheyrendapöllum Alþingis og kröfðust fordæmingar á þeim. Auðvitað á Egill Helgason með milljón á mánuði fyrir vinnu hálft árið erfitt með að skilja örvæntingu þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman þegar lánin hækka upp úr öllu valdi og minna og minna fæst fyrir krónuna. Ég verð samt sem áður að segja að mér finnst óskiljanlegt að hann, óvilhallur þáttastjórnandi á RÚV, setji það í samhengi við óundirbúinn innflutning á flóttafólki frá Írak.


Bloggfærslur 18. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband