Leita í fréttum mbl.is

Er Geir Haarde ofstækismaður?

Í Fréttablaðinu í dag gaf Þorgerður Katrín það sterklega til kynna að þeir sem væru afdráttarlausir í andstöðu eða fylgispekt við Evrópusambandið væru þjáðir af fordómum og ofstæki.

Þessi yfirlýsing er merkileg í ljósi þess að Geir Haarde lýsti þeirri skoðun sinni afdráttarlaust í dag að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins.

Nú er spurning hvort sá metnaðarfulli stjórnmálamaður sem ÞKG er sé að gera atlögu að Geir Haarde og ætli að taka af honum formannssætið. Hún skynjar eflaust að Geir stendur höllum fæti og hann hefur verið gripinn í bólinu vegna andvaraleysis í efnahagsmálum. Íslenskt efnahagslíf hefur tekið mikla niðurdýfu og nú er róinn lífróður með aðstoð Davíðs Oddssonar í að bjarga því sem bjargað verður.

Ég er ekki sammála varaformanni Sjálfstæðisflokksins um að kalla fólk sem er henni ekki sammála ofstækisfullt og fordómafullt frekar en ég tel réttlætanlegt að stimpla fólk kynþáttahatara upp úr þurru.


Bloggfærslur 17. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband