Leita í fréttum mbl.is

Konan sem ber út börn

Það var staðfest endanlega sem ég hef haldið fram - að margir talsmenn Samfylkingarinnar séu alls ófærir um að skiptast málefnalega á skoðunum um bágstatt flóttafólk - á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu gaf Björk Vilhelmsdóttir það sterklega í skyn að ég væri kynþáttahatari og hélt því reyndar fram berum orðum að Magnús Þór bæri hatur í brjósti til fólks af öðrum kynþáttum.

Þessu til staðfestingar benti samfylkingarmaðurinn á skrif mín á heimasíðu minni, þessari hér. Ég verð að segja að mér finnst þessi yfirlýsing hennar vægast sagt glannaleg og óábyrg. Miklu nær væri með sömu röksemdafærslu að kalla Björk Vilhelmsdóttur konuna sem ber út börnin en hún varði sannarlega með kjafti og klóm að fólk sem ekki stæði í skilum væri borið út úr félagslegu húsnæði Reykjavíkurborgar.


Ofsinn í Samfylkingunni

Ekki fyrir löngu datt einhverjum í Samfylkingunni það í hug að kenna landslýð upp á nýtt hvernig ætti að skiptast á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar.  Nýja aðferð Samfylkingarinnar kallaðist samræðustjórnmál og átti að leysa af hólmi átakastjórnmál sem var víst ekki eins fínt fyrir síviliseruðu intelligensíuna í Samfylkingunni.

Það skýtur óneitanlega skökku við að liðsmenn flokksins sem vildi kenna sig við samræðustjórnmál skuli ítrekað grípa til gífuryrða og ofsafenginna úthrópana þegar þeir verða undir í rökræðu. 

Í harðri kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að hljóta sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er öllu tjaldað til. Í skyndingu var ákveðið að fá til landsins mikinn fjölda flóttamanna frá Írak.  Nú brá svo við að varaformaður Frjálslynda flokksins og formaður félagsmálaráðs Akraness taldi ýmsa meinbugi á að setja umrædda flóttamenn niður á Akranesi og lagði með sér í þá umræðu vandaða greinargerð. 

Það er umhugsunarvert að fulltrúar samræðustjórnmála skuli ekki gera sér far um að ræða málefnalega um greinargerðina í stað þess að missa sig í einhverjum ofsaköstum eins og prúðmennið Össur Skarphéðinsson gerir sig sekan um ásamt fjölda annarra nafntogaðra samræðukvenna og -karla.

Össuri er greinilega mikið kappsmál að staðsetja flóttafólkið uppi á Akranesi og hvergi annars staðar þrátt fyrir rökstuddar efasemdir eins og áður segir.

Ég vil benda á að ef stjórnarflokkunum er svo umhugað um að fá umræddan hóp til landsins þá er fjöldi bæjarfélaga þar sem stjórnarflokkarnir eru einráðir, s.s. á Seltjarnarnesi eða Hafnarfirði. Saman starfa þeir síðan í bæjarstjórn Akureyrar.

Það er mjög erfitt að átta sig á ofsa ýmissa í Samfylkingunni í þessu máli og því algera getuleysi sem opinberast hjá fólki þess flokks í að taka þátt í málefnalegri umræðu.


Bloggfærslur 14. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband