Leita í fréttum mbl.is

Er innflutningur flóttafólks liður í kosningabaráttu utanríkisráðherra?

Ég get ekki annað en tekið undir með varaformanni Frjálslynda flokksins, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, sem leggst gegn því að taka við fjölda flóttamanna frá Írak og hópa þeim saman á Akranesi. Hann rökstyður skoðun sína einkar vel í greinargerð sem er að finna á Skessuhorni. Það er umhugsunarvert að stjórnvöld ætli að fara þessa leið í einhverjum flýti og bráðræði án þess að skýra út hvað þau ætli að gera öðruvísi og betur en t.d. Danir sem hafa lent í ýmsum árekstrum.

Það verður ekki litið framhjá því að ýmsir hópar nærast á verkefnum sem þessum, s.s. félagsráðgjafar, túlkar o.fl. sem þurfa að hlynna að þessum hópum. Þetta er einmitt fólkið sem spurt er álits á gagnsemi móttöku þessara flóttamanna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að ná betri árangri fyrir þá upphæð sem er varið í að afla húsnæðis og eytt í alls kyns hjúkrun og ráðgjöf í heimkynnum þeirra sem til stendur að flytja hingað, þ.e. upphæðin hér nýtist margfalt betur heima hjá þeim.

Þetta lyktar svolítið af því að utanríkisráðherra sé að kippa hópi fólks úr allt öðrum menningarheimi og upp á Skaga til að fá stuðning til setu í öryggisráðinu og eflaust er Haarde með einhvern móral yfir einlægum stuðningi sínum við ólögmæta innrás í Írak.


Bloggfærslur 11. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband