Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún tekur upp merki Hannesar Hólmsteins

Það er ýmislegt hægt að segja um sagnfræðingana Hannes Hólmstein og Ingibjörgu Sólrúnu. Þau eiga margt sameiginlegt, s.s. áhuga á sögu og hernaðarsamvinnu, öryggismálum og Nató, útþenslu íslenskrar utanríkisþjónustu og svo almennt stjórnmálum, en flokkar þeirra eiga nú í nánu samstarfi um framangreind mál, svo mjög að lítið fer fyrir að stjórnmálamennirnir megi vera að því að leysa úr minni málum eins og hárri verðbólgu og gríðarlegu hruni og flökti á íslensku krónunni.

Nú um stundir þegar Hannes er hálflaskaður eftir að hafa þurft að verja drjúgum tíma í málsvarnir í réttarsölum og hefur ekki haft tíma og krafta til að boða þjóðum heims það bull að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi virðist sem Ingibjörg Sólrún taki upp það merki hans. Í ræðu á Alþingi í dag segir hún það helsta styrkleika og framlag Íslendinga í alþjóðasamstarfi að leggja helsta áherslu á reynslu á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda. Þetta eru ótrúlegar fullyrðingar í ljósi þess að á næstu vikum neyðist ríkisstjórnin til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem segir að kvótakerfið sé ósanngjarnt, enda er það ranglátt og gagnslaust. Þorskveiðin nú í ár er þrisvar sinnum minni en áður en íslensk stjórnvöld tóku upp kvótakerfið.

Að mati sérfræðinga Hafró í haust kemur fram að það þurfi að friða þorskinn enn meira en gert hefur verið vegna hættu á að hann deyi út. Hvorki ég né íslenskir sjómenn tökum það sem heilagan sannleik sem kemur frá Hafró, en það gera hins vegar Hannes og Ingibjörg. 

Öllum má ljóst vera að sagnfræðingarnir hafa varið tíma sínum og fjármunum almennings í að ferðast um og plata heimsbyggðina.  


Bloggfærslur 8. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband