Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin klók

Ríkisstjórnin hefur ekki boðað neinar efnahagsaðgerðir síðan íslenskt efnahagslíf tók mikla dýfu ef frá er talin auglýsingaherferð Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde við að koma „réttum skilaboðum“ um stöðu íslenskra efnahagsmála til heimsbyggðarinnar. Þessi auglýsingaherferð leystist upp eða réttara sagt breyttist í að Ingibjörg Sólrún fór að boða friðun heimsins á meðan Geir þeyttist um og bað fjölmargar þjóðir náðarsamlegast að koma í reglulegt flug yfir landið með orrustuflugvélar.

Ein af boðuðum aðgerðum er að setja 4 milljónir króna í verðlagseftirlit. Það er svolítið sniðugur leikur vegna þess að það er látið líta út eins og vondir heildsalar eða verslunarmenn beri einir ábyrgð á að skrúfa upp verðlag á Íslandi. Það er auðvitað ekki svo, hver maður getur séð að heildsali sem er með rekstrarfé að láni í erlendri mynt sem hækkar um 30% er vafalaust í vanda við að verðleggja vöru þannig að hann fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína en verðleggi sig ekki út af markaðnum þótt vafalaust séu þess einhver dæmi að menn fari hastarlega í að hleypa hækkunum út í verðlagið. Vegna falls íslensku krónunnar kosta erlendar vörur 30% meira en þær gerðu fyrir örfáum vikum sem auk verðhækkana í útlöndum hlýtur að einhverju leyti að skila sér út í verðlagið. Það er spurning hvert hlutverk verðlagseftirlitsins sé og til hvaða aðgerða eigi að grípa í framhaldinu. Það væri miklu árangursríkari leið að tryggja samkeppni á matvælamarkaði.

Það er sniðugt hjá ríkisstjórninni, en ódýrt, að beina umræðunni i eitthvert verðlagseftirlit í stað þess að ræða kjarna málsins.


Bloggfærslur 29. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband