Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Ingibjörg Sólrún ekki spurð?

Fjölmiðlar hafa gengið nokkuð hart fram gegn vörubílstjórum, birt af þeim myndir við handtökur, nafngreint þá og reynt að sýna fram á að kröfur þeirra séu óljósar og lítt ígrundaðar. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess að uppi hefur verið hávær umræða um nafn- og myndbirtingu af meintum útlenskum glæpamönnum. Mér finnst fréttamenn vera að bregðast skyldum sínum að spyrja ekki Samfylkinguna út í það hvers vegna Samfylkingin lækki ekki olíugjaldið í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún flutti um það tillögu þegar hún var í stjórnarandstöðu.

Það má greina að vörubílstjórarnir sem ekki eru vanir málafylgjumenn lenda á ákveðnum vegg í samfélaginu og þá á ég ekki einungis við valdið heldur einnig svokallaða álitsgjafa í samfélaginu sem reyna hver af öðrum að gera lítið úr umkvörtunum bílstjóranna og uppnefna þá jafnvel sem smáborgara sem séu að sinna sérhagsmunum sínum.

Ein meginkrafa vörubílstjóranna er að fallist verði á tillögu formanns Samfylkingarinnar sem hún flutti fyrir tveimur árum og henni hrundið í framkvæmd.

Hvers vegna spyrja fjölmiðlamenn ekki Ingibjörgu? Mér finnst það miklu meira áhyggjuefni en það hvort einhver fréttamaður hafi látið eitthvað út úr sér í hálfkæringi þegar allt var á suðupunkti í átökum á milli bílstjóra og lögreglu.

Þrátt fyrir þennan múr sem mætir bílstjórunum eiga þeir ákveðinn hljómgrunn vegna þess að fólk skynjar að ríkisstjórnin fylgir fast þeirri stefnu að gera neitt.


Bloggfærslur 26. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband