Leita í fréttum mbl.is

Er Sturla Jónsson á leið í pólitík?

Ég hitti Sturlu Jónsson fyrir tilviljun í dag og við tókum tal saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem klár og harður nagli sem væri orðinn þreyttur á umbúðastjórnmálum þar sem mikið er talað en minna um meiningar.

Við ræddum ýmislegt, s.s. aðbúnað aldraðra, háan virðisaukaskatt sem hvetti til undanskota, kvótakerfið og - jú, auðvitað vörubílamálið og lögregluaðgerðirnar. Ég tók sérstaklega eftir því að ekki fór mikið fyrir beiskju i garð lögreglunnar, heldur lét hann miklu frekar falla hlý orð í garð þeirra lögreglumanna sem voru settir í þessi verk af Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu Sólrúnu.

Sturla var hinn viðræðubesti og afar þægilegur í alla staði. Ég hef þó vissan skilning á því að Geir Haarde eigi erfitt með að ræða við mann sem lætur verkin tala enda er Geir upp á síðkastið þekktastur fyrir að sitja með hendur í skauti.

Og einmitt þannig kemur Sturla mér ekki fyrir sjónir.


Bloggfærslur 25. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband