Leita í fréttum mbl.is

Esikíel yrkir og Frjálslyndir í Skagafirði álykta

Ályktunin er sem hér segir:

Frjálslyndir í Skagafirði furða sig á því að sveitarstjórn Skagafjarðar skuli ekki beita sér fyrir því að ríkisstjórnin virði undanbragðalaust álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þannig að stjórnvöld hætti að brjóta mannréttindi á skagfirskum sjómönnum. Við það myndi aukið líf færast í hafnir og atvinnulíf Skagafjarðar. Með þögninni er meirihluti sveitarstjórnar Samfylkingar og Framsóknar að leggja blessun sína yfir áframhaldandi mannréttindabrotum.

Á fundi Frjálslyndra í Skagafirði orti Esikíel þessa vísu um tilefni þotuflugs Rúnu og Geira.

Haarde sprangar hraustur, snar

hristir vanga skrínin, 

Rúnu langar eflaust að

undurganga fýrinn.


Bloggfærslur 2. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband