Leita í fréttum mbl.is

Ég hef mikinn skilning á kjaftstoppi Guðnýjar

Ég fylgdist með umfjöllun Stöðvar 2 um kjaftstopp Guðnýjar Hrundar sem kom flestum á óvart sem þekkja hana. Ég hef sjálfur haft stutt og góð kynni af þingmanninum þegar hún var sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hún kom mér fyrir sjónir sem skelegg manneskja, kraftmikil og fylgin sjálfri sér, barðist hart fyrir lækkun húshitunarkostnaðar og auknu tölvusambandi við umheiminn. Í öllum málflutningi var hún fumlaus og föst fyrir.

Mér kom hins vegar ekki á óvart að hún skyldi verða slegin út af laginu þegar hún átti að flytja ræðu um fiskveiðistefnu Samfylkingarinnar. Hún veit af eigin reynslu, af veru sinni á Raufarhöfn, um óréttlæti og gagnsleysi kvótakerfisins. Það hefur verið henni um megn að tipla í kringum það að segja meiningu sína sem gæti þá komið stjórnarstefnunni og Ingibjörgu Sólrúnu illa sem eflaust tryggði henni varaþingmannssætið án þess að hún þyrfti sjálf að heyja prófkjörsbaráttu.

Það verða erfiðir dagar hjá samfylkingarfólki framundan ef það ætlar að sniðganga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og vera á sama tíma að reyna að troða sér í sæti í öryggisráðinu til að tryggja mannréttindi.


Ætlar Möllerinn að halda óhikað áfram með klúðrin?

Þegar Kristján Möller tók við starfi sem samgönguráðherra fylgdu honum ýmis erfið mál eins og Grímseyjarferjan. Einhvern veginn tókst honum ekki að bæta það mál, heldur gera vont mál jafnvel enn verra. Ekki hefur honum heldur tekist að gera neinar stefnubreytingar varðandi olíu og bensín og skera upp þungaskattskerfið eins og hann básúnaði um meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Nú þegar Magnús Kristinsson tekur upp merki Grétars Mars Jónssonar og fleiri sjómanna sem vara stórlega við því að gera höfn í Bakkafjöru virðist hann ekki heldur vera tilbúinn til að endurskoða málið. Það er engu líkara en að Kristján Möller líti bara svo á að hann sé kominn í var og hans helsta vinna sé að framfylgja stefnu fyrrverandi samgönguráðherra, ekki síst Halldórs Blöndal.


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband