Leita í fréttum mbl.is

Einar Kristinn heldur Al Gore sig

Það er ekki laust við að greina megi kvörtunartón og undrun í skrifum Einars Kristins sjávarútvegsráðherra á bloggi sínu yfir því að Al Gore hafi verið með sama boðskap í Færeyjum og flutt hann með sömu brellum og bröndurum og skömmu síðar í Háskólabíóinu á Melunum.

Einar Kristinn er nokkuð vanur að tala í hringi, vera á móti kvótakerfinu fyrir kosningar sem hann er síðan með eftir kosningar. Sömu sögu er að segja um gagnrýni hans á Hafró. 

Það er því ekki að undra að Einar Kristinn sé forviða á Al Gore sem virðist hafa einhverja samfellu í sínu máli.


Bloggfærslur 15. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband