Leita í fréttum mbl.is

Agnes Bragadóttir og Jesúbúðirnar

Það var nokkuð skrykkjótt sem ég horfði á Silfur Egils í dag en þar voru stjórnmálaleiðtogar allra flokka nema Frjálslynda flokksins mættir og höfðu fáar lausnir til að ráða bót á efnahagsvandanum. Voru sumar reyndar harla einkennilegar, s.s. að lækka verð á innfluttum vörum en það má leiða líkum að því að það yrði til þess að viðskiptahallinn yrði enn meiri og auka frekar á vandann en hitt. Ekkert var rætt um að auka framleiðsluna og fara betur með, s.s. með sparnaði í utanríkisþjónustunni eða þá að auka þorskveiðar. Við það eitt að tvöfalda þorskveiðar og tryggja að íslensk fiskvinnsla hafi aðgang að hráefni sem veitt er á Íslandsmiðum myndu gjaldeyristekjur þjóðarinnar aukast um 50 milljarða króna árlega. Það munar um minna.

Í skrykkjóttu sjónvarpsglápi mínu flakkaði ég á milli útsendinga RÚV+ sem sýndi Silfrið og RÚV sem sýndi á sama tíma fræðsluþátt um kristilegar uppeldisbúðir þar sem börn bókstafstrúaðra fengu boðskapinn beint í æð. 

Mér varð ekki um sel þegar holdmikill kvenpredikari varaði börnin við satani sem bjó í Harry Potter bókunum. Hún náði svo miklum tökum á börnunum að hún grætti þau um leið og hún lét þau þvo af sér syndirnar. Ég brá þá á það ráð að skipta yfir á RÚV+ en þar birtist önnur kona á skjánum, Agnes Bragadóttir, sem ekki var beint vinaleg á svipinn en hún yggldi sig ógurlega. Það var ekki Harry Potter sem olli henni þessum viðbjóði heldur var það gamall félagi minn úr UMF Víkverja, Karl Th. Birgisson, sem olli þessum grettum en hann hafði ekki gerst sekur um að vera óvinur Guðs eins og Harry Potter var sakaður um heldur var hann óvinur Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Það var greinilegt að öðrum sem staddir voru í myndveri RÚV var mjög brugðið, s.s. félaga mínum úr Leikni, Halli Magnússyni en þó ekki svo að Agnes næði að græta hann.

Það er spurning hvort það ætti frekar að sýna þessa þætti á þeim tíma sem börn eru sofnuð.


Bloggfærslur 30. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband