Leita í fréttum mbl.is

Viltu Vestfjarðaaðstoð, væna?

Óprúttnir stjórnmálamenn hafa grafið skipulega undan sjávarbyggðunum með t.d. því að koma á framsali veiðiheimilda landshorna á milli og nú síðast með að setja trillurnar inn í alræmt kvótakerfi. Allir sem stóðu að því vissu nákvæmlega hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir vestfirskar byggðir. Útgerð sóknarbátanna var verulegur búhnykkur fyrir vestfirskar byggðir. Sömu sögu má segja af óábyrgum niðurskurði í aflaheimildum þar sem margir stjórnmálamenn sem sækja umboð sitt til sjávarbyggðanna hafa gerst sekir um að fara ekki yfir vægast sagt umdeilda ráðgjöf Hafró með gagnrýnum hætti, ráðgjöf sem byggir á umdeildri reiknisfiskifræði sem hvergi í heiminum hefur gengið eftir.

Venjan hefur verið sú að þegar verið hefur verið að friða fólkið sem verður fyrir barðinu á vafasömum  aðgerðum, s.s. að setja trillurnar í kvóta, hefur verið boðið upp á einhvern nammipoka með einhverjum aðgerðum. Nú síðast var góðgætið kallað mótvægisaðgerðir, áður kallað Vestfjarðaaðstoð. Þegar til hefur átt að taka hefur pokinn reynst tómur, sbr. Vestfjarðaaðstoð sem var bara í orði en ekki á borði eins og sýnt hefur verið fram á.


Bloggfærslur 29. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband