Leita í fréttum mbl.is

Fangelsi fyrir gamalt fólk

Fangelsi hafa verið nokkuð í umræðunni, bæði hér og úti í hinum stóra heimi. Ég var rétt í þessu að horfa á merkilega frétt á Al Jazeera um sérhannað fangelsi fyrir gamalmenni í Japan. Meðalaldur fanga var um sjötugt og þeir stríddu við hina ýmsu fylgifiska ellinnar, s.s. stirðleika, sjóndepru, heyrnarleysi og önnur elliglöp. Japanir tóku upp á því að sérhanna heilt fangelsi með göngugrindum og verklagsreglum sem eru hugsaðar sérstaklega fyrir gamlingjana.

Í vikunni bárust síðan fréttir af því að vel á þriðju milljón Bandaríkjamanna væri í fangelsum um þessar mundir. Eru ýmsir þar með farnir að setja spurningarmerki við þá þróun mála.

Hér á Íslandi bárust átakanlegar fréttir af dauðsföllum fanga og er greinilegt að almenningi er nokkuð brugðið. Samt berast misvísandi skilaboð frá almenningi þar sem í aðra röndina er krafist harðari refsinga, sérstaklega fyrir eiturlyfjainnflutning og svo kynferðisafbrot, sérstaklega gagnvart börnum.

Sjaldnast er vistin mjög mannbætandi. Það sem skiptir í mínum huga miklu máli er að þeim sem vilja í raun snúa við blaðinu og vera m.a. edrú í fangavistinni sé gert það kleift og það sé ákveðin gulrót að gera sér far um það.

Fleira skiptir máli, s.s. að fangar hafi eitthvað fyrir stafni og að tengslin við aðstandendur rofni ekki meðan á fangavistinni stendur. Einnig er rétt að huga að stuðningskerfi fyrir þá sem eru að koma út úr fangelsi. Þá væri athugandi að nýta krafta fyrrverandi fanga sem hafa snúið við blaðinu til að aðstoða þá sem eru að losna úr prísundinni. 

Íslendingum hættir til að halda að lausn mála felist í nýjum byggingum, sbr. núna að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiðinni. Ég hef efasemdir um að lausnin felist í nýjum byggingum ef ekki er bætt úr starfinu sjálfu.

Eitt er ljóst, það verður aldrei nein endanleg lausn í málinu, þetta verður viðvarandi vandi meðan þjóð byggir land. Þó er til mikils að vinna að aðstoða þá sem vilja snúa af rangri braut og breyta rétt. Og hvað varðar síkynferðisbrotaglæpamenn finnst mér alveg koma til greina að vana þá, ekki síður þeirra sjálfra vegna. Mestu máli skiptir að líta til þess sem snýr að betrun og fyrir utan að nokkrum fórnarlömbum yrði þar með forðað gætu kynferðisbrotamenn sjálfir kunnað að meta bótina.


Bloggfærslur 2. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband