Leita í fréttum mbl.is

Geir sleginn

Það mátti vel greina að Geir Haarde var mjög sleginn á fréttamannafundi sem haldinn var í lok fundar ríkisstjórnarinnar í dag. Engu að síður var boðskapur forsætisráðherrans eitthvað á þá leið að þetta hefði ekki átt að koma á óvart og að hann ætlaði sér ekki að gera neitt. Hann virðist þó vera ringlaður sjálfur. Ef það væri töggur í forsætisráðherranum ætti hann að blása til sóknar og beinast liggur við að tvöfalda þorskveiðar. Nú gengur sjómennskan á Íslandsströndum hins vegar helst út á það að forðast þorsk í stað þess að veiða hann. Það er auðvitað geggjun.

Ef forsætisráðherra vill endilega halda í þá aðferðafræði sem notuð er af Hafró sem hvergi í heiminum hefur gefist vel blasir við að tryggja að íslensk fiskvinnsla geti boðið í ferskan fisk sem annars fer óunninn í gámum til útlanda. Með því einu væri hægt að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar verulega.


mbl.is Þurfum að fara varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband