Leita í fréttum mbl.is

Þórunn ætti að leita ráða hjá Björgvini G. klúbbfélaga sínum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veit ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig hún getur beitt sér gegn byggingu álvers í Helguvík. Helsta baráttuaðferð hennar hefur verið að humma það fram af sér eða tefja að úrskurða í kærumáli Landverndar. Landvernd hefur óskað eftir því að umhverfismat feli ekki einungis í sér mat á álverinu, heldur einnig öllum framkvæmdum tengdum orkuöflun, s.s. raflínum o.fl.

Menn sem eru betur að sér í þessum málum en ég segja að það sé nánast útilokað að það sé málefnalegt hjá ráðherra að fallast á kæru Landverndar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku. Það væri miklu nær fyrir Þórunni að fara svipaða leið gegn háspennulínunum og Björgvin G. Sigurðsson sem sýndi mikinn dug og setti hvorki meira né minna en bráðabirgðalög á rafmagnslínurnar sem Kaninn skildi eftir sig.

Það er eitt sem ég á erfitt með að skilja með okkar ágæta umhverfisráðherra og Dofra Hermanns og fleiri í Samfylkingunni, þau eru alltaf fljót til að samþykkja alls kyns útgjöld, s.s. aukin ríkisútgjöld upp á 20% á milli ára, t.d. til friðargæslu í fjarlægum heimshornum, fáránlegrar kosningabaráttu til öryggisráðs SÞ og sendiherra í kippum. Á sama tíma og þau gera þetta eru þau á móti því að reynt sé að afla fjár til að fjármagna vitleysuna, hvort sem það er með því að veiða fisk, skutla hval eða byggja álver.

Í hvaða heimi lifir þetta fólk?


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband