Leita í fréttum mbl.is

Børsen á bömmer

Ég les Børsen einstaka sinnum og mér áskotnaðist eintak um daginn. Þá varð mér ljóst að ritstjórinn er meira og minna á bömmer yfir stöðu efnahagsmála. Það er leitun að jákvæðum fréttum í þessu ágæta blaði. Þeir eiga erfitt með að sjá ljósið þessa dagana.

Það er eðlilegt að það sé umfjöllun um Ísland í Børsen vegna þátttöku Íslendinga í dönsku efnahagslífi og er hún neikvæð og í samræmi við aðra umfjöllun blaðsins. Íslendingar virðast vera viðkvæmir fyrir því að lenda í þessu kastljósi Børsens og jafnvel lesa í umræðuna meira en efni standa til, s.s. að Danir séu afbrýðisamir út í velgengni Íslendinga og að verið sé að nota neikvæða umfjöllun sem lið í samkeppni sem sé aftur liður í að koma höggi á samkeppnisaðila.

Það er ekki gert lítið úr því verkefni sem er framundan hjá íslensku bönkunum við að lækka skuldatryggingarálagið heldur er það verkefni sem bankarnir þurfa að fara skipulega í með því að bæta rekstur sinn, lækka kostnað og auka trúverðugleika sinn.


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband