Leita í fréttum mbl.is

Unga sjálfstæðismenn dreymir um enn meiri verðbólgu

Ég renndi í gegnum mikinn og loðinn langhund tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins af yngri kynslóðinni þar sem þeir fjölluðu vítt og breitt um stöðu efnahagsmála.

Tónninn var ólíkur þeim sem var sleginn fyrir síðustu kosningar, hann var myrkur um stöðu bankanna. Nú er helsta tillaga sjálfstæðismannanna að fallið verði frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem þýðir einfaldlega að verðbólgan eykst enn frekar með tilheyrandi kjaraskerðingu. Með þessu tali er kynt undir enn meiri óvissu um framvindu efnahagsmála. Það skýtur óneitanlega skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn boði kjararýrnun núna nokkrum dögum eftir að skrifað hefur verið upp á kjarasamninga til þriggja ára. 

Markmiðið með því að hleypa verðbólgunni í gegn var að sögn liður í að bjarga bönkunum en það er vandséður frekari rökstuðningur í greininni um hvernig hærri verðbólga eigi að bjarga þeim. Í greininni fór lítið fyrir að boðaðar væru aðgerðir um hvernig ætti að taka á síauknum ríkisútgjöldum sem hafa hækkað um 20% á milli ára, hvað þá að taka til endurskoðunar kvótakerfið sem valdið hefur samdrætti í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Það ætti þó að standa mönnum miklu nær en að skrúfa viljandi upp verðbólguna.

Það væri fróðlegt að fá viðbrögð formanns stjórnar Seðlabankans, Halldórs Blöndals, við þessum arftökum sínum á þingi sem sjá það ráð vænst í efnahagsmálum þjóðarinnar að snarhækka verðbólguna.

Er ekki nóg komið með verðbólguna í 6,8%?


mbl.is Verðbólga mælist 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband