Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. er kvótakall

Kryddsíldin kláraðist ekki en það sem vakti sérstaka athygli mína var að Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra sem hefur verið meira á landinu í lok ársins en fram eftir ári þegar hún þeyttist til Írans, Íraks, Ísraels og víðar til að stilla til friðar talaði niður til mótmælenda. Ég er viss um að ástæða þess að dregið hefur úr ferðagleði Ingibjargar er að hún á erfitt með að horfast í augu við útlendinga sem hún hefur platað fyrr á árinu og sagt að fjármálakerfið væri ákaflega traust. Af tvennu illu finnst henni skárra að vera hér á hólmanum og skamma landann fyrir að vera ekki lotningarfullur yfir klúðrinu og að enginn skuli bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.

Steingrímur J. var hinn reffilegasti í Síldinni og virtist vera búinn að gleyma því að hann væri í grænum flokki og gerði enga athugasemd við það að Rio Tinto styddi hann til að koma fram í þessum þætti.

Það var hins vegar annað viðtal sem vakti mig meira til umhugsunar þar sem SJS var til andsvara, viðtal sem ég heyrði endurflutt á Útvarpi Sögu í morgun þar sem SJS fór allur í flækju þegar hann var spurður hvernig hann vildi breyta stjórn fiskveiða. Það var greinilegt á SJS að hann taldi það meiriháttar mál og vildi flækja það með því t.d. að stóru félögin sem búin eru að kaupa útgerðir og höggva djúp skörð í byggðir landsins og stofna til mikilla skulda væru svo mikilvæg að þar mætti engu breyta. Hið sama átti við um útgerðina í Grímsey, þar mátti engu breyta í þessu kerfi sem brýtur á mannréttindum - því að hagsmunir væru svo ríkir. Málið er einfaldlega að aukið frelsi í greinninni þar sem opnað væri á nýliðun myndi tryggja búsetu í Grímsey og öðrum sjávarbyggðum til framtíðar. Steingrímur, bullið í þér kom á óvart!

Í viðtalinu sem Ásgerður Jóna tók kom Steingrímur upp um sig, afhjúpaði sig beinlínis sem kvótasinna sem ætlaði ekki að breyta kerfinu heldur setjast í valdastólinn og viðhalda kerfinu sem hefur misboðið fólki til langs tíma. Steingrímur klykkti út með því að vegna þess að í sumar hefði gengið svo vel hjá þessum fyrirtækjum vissi hann ekki hvernig ástandið væri án þeirra. Maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé í engu jarðsambandi.

Það þarf að verða endurnýjun í íslenskum stjórnmálum og þar á meðal í þessu kerfi.

Gleðilegt nýtt ár 2009!


Bloggfærslur 31. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband