Leita í fréttum mbl.is

Vasapeningar Ástu Ragnheiðar úr Samfylkingunni

Ég var að hlusta á pistil á Útvarpi Sögu þar sem mátti heyra í baráttumanni fyrir auknum réttindum öryrkja og aldraðra a Alþingi til margra ára þar sem hún sagði frá sigrum Samfylkingarinnar. Það verður að segjast eins og er að málflutningur Ástu Ragnheiðar var holur og maður hefur vissar áhyggjur af því að með áframhaldandi innantómu tali gjaldfelli þessi ágæti þingmaður sig og það verði ekki málaflokknum til framdráttar.

Í stað þess að ræða hreinskilnislega um stöðu mála og kjör þjóðarinnar, þar á meðal aldraðra, að þeim væri að hraka, fór hún inn á tómt tal um stórfelldar hækkanir á einhverjum liðum til tryggingakerfisins, s.s. á vasapeningum, og að bótaþegar ættu von á miklum réttarbótum vegna starfa nefndar undir forystu sjálfs Péturs Blöndal.

Vasapeningarnir voru afskaplega lág upphæð og þess vegna bjó nokkur þúsund króna hækkun til gríðarlega háa prósentutölu. Peningarnir ná að auki til lítils hóps og snertir ekki þorra bótaþega, kannski 2.000 manns, innan við 5% bótaþega. Ríkisstjórnin gerði fleira en að hækka vasapeninga, í leiðinni jók hún skerðingu þannig að allar tekjur skerða þessar greiðslur. Það er eins og mig minni að upphæðin sé þar að auki skattlögð og að tekjur af fjármagni skerði vasapeningana helmingi minna en aðrar tekjur.

Þess ber að geta að helsti verndari sérstakrar mismununar fjármagnstekjum í hag er sjálfur Pétur Blöndal sem Ásta Ragnheiður bindur svo miklar vonir við.


Bloggfærslur 28. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband