Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna tekur Lúðvík ávirðingar á síðu Egils inn á sig?

Hún er aum, greinin hans Lúðvíks Bergvinssonar í Mogganum í dag. Hann hefur uppi stór orð um þá sem hafa gengið fram og gagnrýnt ömurleg vinnubrögð Samfylkingarinnar í tengslum við rannsóknina - eða rannsóknarleysið réttara sagt - á óeðlilegu fjármálamisferlinu og spillingunni í bankahruninu.

Vinnubrögð Samfylkingarinnar hafa einkennst af hálfsannleik, yfirklóri, yfirlæti og valdhroka. Það er átakanlegt að verða vitni að því að formaður þingflokks Samfylkingarinnar brigslar fólki um að vera með getgátur, aðdróttanir, söguburð og að ala á tortryggni þegar ljóst er að Samfylkingin hefur komið í veg fyrir rannsókn á málinu. Engin rannsókn er hafin á málinu og þegar það gerist - ef - á að setja helmingi minni pening í hana en í innihaldslausar æfingar í blaðamannafundum.

Lúðvík á í fasteignafélagi en segist hafa sagt sig úr stjórn þess þegar bankarnir voru þjóðnýttir. Hann neitar að gefa upp nokkuð að ráði en væri ekki langheiðarlegast að segja hvað félagið á og eyða þannig efasemdum um sig?

Í almannatengslum er mönnum kennt að segja sannleikann.

Lúðvík, koma svo!


Bloggfærslur 22. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband