Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde verður að hætta - selur björgunarbátana

Í dag kynntu ráðamenn björgunaraðgerðir sínar. Þær gagnast lítið sem ekkert venjulegum fyrirtækjum sem eru í basli en mögulega gagnast þær helst stærri fyrirtækjum sem eru stórskuldug og með löngu brostinn rekstrargrundvöll. Það sem sligar fyrirtækin, bara venjuleg íslensk fyrirtæki, er ruglið í gengismálum og alltof háir vextir. Fyrirtækin ráða ekki við þennan aukna kostnað þar sem eftirspurn er að minnka. Það sem dugar er einfaldlega að koma lagi á gengismálin og lækka vexti eða taka ella upp aðra mynt.

Sömuleiðis þarf að stórauka gjaldeyrisöflun með því að fara í auknar veiðar á vannýttum fiskistofnum.

Í stað þess að ríkisstjórnin komi með raunverulegar tillögur og byggi atvinnulífið upp til framtíðar kemur hún með loðnar og innihaldsrýrar tillögur í 12 liðum. Ríkisstjórnin beit höfuðið af skömminni með því að koma í veg fyrir veiðar á síld og viðhalda reglum sem brjóta í bága við mannréttindi og hrekja smábáta úr landi með sölu á þeim í stað þess að nýta þá á fiskimiðum í kringum landið.

Smábátarnir hefðu getað orðið raunverulegir björgunarbátar fyrir íslenskan efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar rústað vertíðarflotanum. Nú eru smábátarnir á leið úr landi fyrir slikk og ætli líftími togaranna fari ekki að styttast verulega, en svigrúm þeirra til veiða verður örugglega heft ef þessi eymdarstefna Sjálfstæðisflokksins heldur áfram.


Bloggfærslur 2. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband