Leita í fréttum mbl.is

Veit Björgvin G. Sigurðsson af þessari jólahótun Íslenskra verðbréfa?

Ég er ekki svo heppinn að eiga mikinn sparnað, en það vill svo til að Norðlendingur einn sem ég þekki hefur lagt fyrir fé og sýnt ráðdeildarsemi. Ég fékk að sjá svakalegt bréf frá Íslenskum verðbréfum þar sem Norðlendingnum er stillt upp við vegg og honum boðið að þiggja 71% af því sem hann hafði upphaflega lagt inn í sjóðinn og tapa þar með 29% af inneign sinni auk vaxta í heilt ár.

Mér finnst tilboðið vafasamt, m.a. í ljósi þess að viðtakanda er gefinn einungis 10 daga frestur til að stökkva á þetta kostaboð, ella er undir hælinn lagt hvað hann fær ef hann gengur ekki að boðinu með hraði. Um leið og hann gengur að boðinu verður hann að falla frá frekari kröfu ef meira reynist í sjóðnum þegar fram líða stundir.

Það sem er í öllu falli ljóst í mínum huga er að tilboðið og framkoman gagnvart viðskiptavininum er alls ekki í anda laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sem ganga út á að tryggja minni viðskiptamönnum ríkari neytendavernd gagnvart fjármálafyrirtækjum, s.s. með haldgóðum upplýsingum, og tryggja jafnræði og viðeigandi ráðgjöf. Reyndar má segja um framkomu allra bankanna gagnvart viðskiptavinum á síðasta ári að hún stangast á við framangreind lög. Ástæðan fyrir þessari auknu neytendavernd er að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að sparifjáreigendur vakti sjóðina frá degi til dags eins og um fagfjárfesta væri að ræða. Það er rangt að halda viðskiptavinum í myrkrinu og gefa þeim aðeins rúmlega viku til að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem varða stóran hluta ævisparnaðarins.

Og það er leitt að fjármálafyrirtækin virðast ætla að halda þessum viðskiptaháttum áfram.

Það eina sem Íslensk verðbréf hafa sér til málsbóta er að ríkið hefur enn sem komið er ekki lagt neina fjármuni í púkkið, enda var engin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins mér vitanlega í stjórn þessa sjóðs.


Össur gapir yfir forsetanum

Össur fylltist heilagri reiði vegna þess að einhver komst yfir bókhaldslykil forsetaembættisins og gat upplýst þjóðina sundurliðað hvernig forsetinn ákveður að verja best sínum takmörkuðu fjármunum til ræktunar lands og þjóðar, bæði á erlendri og innlendri grundu.

Ég er ekki viss um að forsetanum sjálfum hafi verið svo á móti skapi að þessar upplýsingar bærust þjóðinni sem greiðir fyrir herlegheitin, enda er hann virtur fræðimaður á sviði stjórnmála, vill opna stjórnsýslu og hefur ekkert að fela eins og ný ævisaga forsetans ber með sér. 

Æsingur Össurar yfir bókhaldslyklinum kom mér hins vegar nokkuð á óvart vegna þess að hann virðist ekki stressa sig neitt á því að enn er ekki nein sýnileg rannsókn hafin á öllu svínaríinu í kringum bókhaldslykla bankanna.


Bloggfærslur 18. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband