Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt fyllerí í útlöndum

Enn og aftur berast einkennilegar sögur af tveggja manni tali Davíðs Oddssonar og mógúla í viðskiptalífinu. Fyrir fimm árum greindi Davíð Oddsson frá því í frægu bolludagsviðtali að reynt hefði verið að múta honum, og það voru hvorki meira né minna en 300 milljónir í boði. Nú berast fréttir af því að milljarðamæringurinn sem auðgaðist mjög á því að stjórna í örfá ár Kaupþingsbanka sem fór í þrot fyrir skömmu saki Davíð Oddsson um hótanir í sinn garð í viðtali við fréttahaukinn og REI-manninn Björn Inga Hrafnsson.

Það er sérkennilegt til þess að vita að engir sem tengjast málinu, sem hljóta að vera þó nokkrir, hafi séð ástæðu til að hafa samband við lögregluna upp á að hefja rannsókn. Enn furðulegra er að lögreglan hafi sjálf ekki séð ástæðu til að rannsaka svo alvarlegar ásakanir og jafnvel að setja menn í gæsluvarðhald meðan botn er fenginn í málin, og jafnvel leita liðsinnis alþjóðalögreglunnar. Hér er um að ræða mál sem varðar mútugreiðslu til æðsta ráðamanns lýðveldisins - á þeim tíma - og sömuleiðis ásakanir sem varða þrot stærsta fyrirtækis landsins - á þeim tíma.

Ef efnahagsbrotadeild lögreglunnar teldi flugufót fyrir þessum ásökunum væri hún löngu byrjuð á rannsóknni, en eflaust er þetta metið sem hvert annað fyllerísröfl í útlöndum.


Bloggfærslur 9. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband