Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt fyllerí í útlöndum

Enn og aftur berast einkennilegar sögur af tveggja manni tali Davíđs Oddssonar og mógúla í viđskiptalífinu. Fyrir fimm árum greindi Davíđ Oddsson frá ţví í frćgu bolludagsviđtali ađ reynt hefđi veriđ ađ múta honum, og ţađ voru hvorki meira né minna en 300 milljónir í bođi. Nú berast fréttir af ţví ađ milljarđamćringurinn sem auđgađist mjög á ţví ađ stjórna í örfá ár Kaupţingsbanka sem fór í ţrot fyrir skömmu saki Davíđ Oddsson um hótanir í sinn garđ í viđtali viđ fréttahaukinn og REI-manninn Björn Inga Hrafnsson.

Ţađ er sérkennilegt til ţess ađ vita ađ engir sem tengjast málinu, sem hljóta ađ vera ţó nokkrir, hafi séđ ástćđu til ađ hafa samband viđ lögregluna upp á ađ hefja rannsókn. Enn furđulegra er ađ lögreglan hafi sjálf ekki séđ ástćđu til ađ rannsaka svo alvarlegar ásakanir og jafnvel ađ setja menn í gćsluvarđhald međan botn er fenginn í málin, og jafnvel leita liđsinnis alţjóđalögreglunnar. Hér er um ađ rćđa mál sem varđar mútugreiđslu til ćđsta ráđamanns lýđveldisins - á ţeim tíma - og sömuleiđis ásakanir sem varđa ţrot stćrsta fyrirtćkis landsins - á ţeim tíma.

Ef efnahagsbrotadeild lögreglunnar teldi flugufót fyrir ţessum ásökunum vćri hún löngu byrjuđ á rannsóknni, en eflaust er ţetta metiđ sem hvert annađ fyllerísröfl í útlöndum.


Bloggfćrslur 9. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband