Leita í fréttum mbl.is

Erfið fæðing

Almenningur hlýtur að velta því fyrir sér hvers vegna það hafi tekið þennan óratíma fyrir ríkissstjórnina að samþykkja að flutt yrði frumvarp að skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka aðdragandann að hruni bankanna. Nefndin á að skila svörum eftir ár.

Almenningur hlýtur sömuleiðis að vera furðu lostinn yfir því hvers vegna engin lögreglurannsókn hafi farið fram þó svo að staðfest hafi verið að stofnuð hafi verið félög sem fengju tug milljarða lán og leppuðu kaup á hlutabréfum sem voru í eigu eigenda bankanna.

Eina fólkið sem hefur verið hótað málsókn eru blaðamennirnir G. Pétur Matthíasson og Agnes Bragadóttir fyrir það fægja ekki glansmynd Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Auðmennirnir halda áfram að storka almenningi með nýjum kauptilboðum í banka og tryggingafélög á sama tíma og það berst út fyrir þagnarmúra skilanefndanna að sömu aðilar hafi misfarið með peningamarkaðsbréf og afskrifað skuldir sínar skömmu fyrir hrunið.

 


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband