Leita í fréttum mbl.is

Manni er flökurt - hugleiddu afsögn, Ingibjörg Sólrún

Í gærkvöldi viðurkenndi Ingibjörg Sólrún að hafa setið sex fundi með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þar sem farið var yfir erfiða stöðu bankanna. Þessum fundarhöldum hélt formaður Samfylkingarinnar leyndum fyrir ráðherra bankamála.

Rannsókn er ekki hafin á  fjármálasukkinu sem þjóðin blæðir fyrir, s.s. að tugir milljarða hafi verið lánaðir út úr almenningsfyrirtækjum án þess að nokkur veð væru lögð fram og það til þess að kaupa ónýta pappíra í FL Group.

Í stað þess að mál séu tekin föstum tökum og þeir sem bera ábyrgð séu kallaðir til yfirheyrslu eða settir í gæsluvarðhald fer Samfylkingin að þvæla um sameiningu tveggja ríkisstofnana, þ.e. Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.

Ef mið er tekið af fyrri aðgerðum ríkisstjórnarinnar má ætla að niðurstaða málsins verði sú að ekkert verði af sameiningunni en í stað þess verði stofnaðar tvær nýjar stofnanir, þ.e. Nýi Seðlabankinn og Nýja Fjármálaeftirlitið. Að öllum líkindum verður það metið svo að rétt sé að gömlu góðu starfsmennirnir verði ráðnir í sambærileg störf og þeir gegndu áður - enda voru engin mistök gerð í aðdraganda hrunsins.

Ingibjörg, hugleiddu afsögnina af mikilli alvöru.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rán

Hér eru hörkuleg skrif sveitarstjórnarmanns Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi. Fólki er einfaldlega nóg boðið af ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks:
Skv þessarri frétt þá fékk tiltölulega óþekktur útgerðarmeður 25 milljarða lán til kaupa á hutabréfum í FL-Group. Látum vera að slíkt hefði á þessum tíma talist varasöm fjárfesting þá er miklu veigameiri spurning - hver lánar 25 milljarða án veða til hlutabréfakaupa? Af hverjum var keypt? Svona lánveitingar hljóta að eiga að upplýsast - hver tók ákvörðun um lánveitingu og á hvaða forsendum. Að mínu mati jaðrar þetta við rán og það þá ekkert smávegis rán. Þetta er sambærileg upphæð og fékkst fyrir báða ríkisbankana á sínum tíma. Sjálfur er ég í viðskiptum og þekki enginn dæmi þess að venjulegir viðskiptavinir fái lán án ábyrgða, hvað þá svona fjárhæðir. Ef þetta verður ekki upplýst þá er hægt að leggja efnahagsbrotadeild lögreglunnar niður. Sá sem seldi hlýtur að vera grenjandi úr hlátri ennþá.

mbl.is Taka höndum saman um þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuggi Davíðs

Vandamál ríkisstjórnarinnar er meðal annars Davíð Oddsson og eru það ekki endilega verk hans sem trufla heldur það að litlu sjálfstæðismennirnir hringinn í kringum landið taka orð hans trúanleg og líður að mörgu leyti miklu betur að hlusta á þann baráttuanda sem býr í Davíð. Þeir bera saman við núverandi formann flokksins og sá samanburður virðist vera Davíð í hag.

Mörgum sem hlusta á Geir Haarde finnst honum mælast betur þegar hann talar ensku en þegar hann mælir á íslenska tungu. Sömuleiðis hefur fólk á tilfinningunni að Ingibjörg Sólrún ráði ferðinni í ríkisstjórninni og sé farin að sveigja stefnu Sjálfstæðisflokksins í ýmsar vondar áttir. Ekki bætir úr skák að Geir segir ekki satt og heldur upplýsingum frá þjóðinni eins og Davíð staðfesti í gær.

Skugginn er langur.


Bloggfærslur 19. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband