Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra leggur traust sitt á Björgólf Guðmundsson

Leynimakkið um þær skuldbindingar sem ríkisstjórnin ætlar að leggja á komandi kynslóðir heldur áfram. Stjórnarandstaðan er ekki upplýst, og hvað þá almenningur sem þarf að borga brúsann vegna þess að stjórnvöld sváfu á verðinum. Þau virðast ekki heldur hafa kjark til þess að standa á móti ósvífnum kröfum Evrópusambandsins.  

Geir Haarde reyndi að draga úr áhyggjum fólks af skuldbindingunum þó svo að þær samsvari verðmæti alls útflutnings Íslands í tvö ár, með því að vitna til sjálfs Björgólfs Guðmundssonar. Björgólfur sagði víst í Kastljósviðtali í gær að eignir Landsbankans í Bretlandi hefðu dugað vel upp í skuldir og virðist sem að Geir Haarde leggi allt sitt traust á þær upplýsingar. Ætli Bretar væru með þetta múður ef svo væri raunin? Ég leyfi mér að draga það í efa.

Á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var helst að heyra að hún hefði býsna góðan skilning á því að Íslandi væri stillt upp við vegg af Evrópusambandinu enda væri fjármálakerfi heillar heimsálfu að veði og þá jafnvel eitthvað meira. Hver trúir þessu?

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa gerst sekir um afdrifarík mistök við að vinna úr þeirri bóndabeygju sem þeir komu þjóðinni sjálfir í. Stjórnarflokkarnir hafa einungis stefnt á lántöku við lausn mála, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sömuleiðis Evrópuþjóðum, og ekki hirt um að fylgja eftir vilyrði Rússa um lánveitingu eða jákvæðum viðbrögðum Norðmanna við lausn mála. Ekki hefur heldur verið gripið til harðrar skömmtunar á gjaldeyri sem hefði lengt þann tíma sem ráðamenn hafa til að vinna úr stöðunni. Eftir því sem fregnir herma fer að verða hörgull á gjaldeyri innan fárra vikna ef svo heldur fram sem horfir. 

Það verður ekki komist hjá kosningum fremur en í VR.


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finndu fimm villur

Blaðamannafundir forsætisráðherra hafa verið hver öðrum líkari og oft erfitt að átta sig á því hvort boðskapurinn hafi nokkuð breyst á milli funda, þeir eru sjaldnast innihaldsmiklir. Þessir fundir minna orðið á myndagetraunir þar sem átti að finna fimm atriði sem voru frábrugðin milli mynda en erfitt getur reynst að finna þau.

Hver var t.d. boðskapurinn fyrir sléttri viku?

Þá boðaði forsætisráðherra að rannsókn væri að fara í gang og hlutirnir færu að breytast. Ekkert hefur hreyfst í þeim málum, enginn hefur verið kallaður í yfirheyrslu og enginn færður í gæsluvarðhald.

Það verður nógu spennandi að sjá hvaða smábreytingar hann gerir á útfærslu þessa föstudagsfundar.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband