Leita í fréttum mbl.is

Garpurinn Sigurjón

Ég tók þátt í Norðurlandamóti garpa, þ.e. eldri sundmanna, í nýrri og glæsilegri sundlaug Hafnfirðinga í dag. Árangurinn var ágætur, ég synti 400 metra skriðsund á rúmlega 5,5 mínútum sem er gott miðað við aldur og fyrri störf en ég hafði nokkuð örugglega sett heldur of mikið púður í skriðsundið þar sem bringusundið varð ekki alveg upp á það besta. Það vantaði 5 sekúndubrot upp á að ég næði á verðlaunapall í þeirri grein. Eitt það besta við sundmótið var að ég losnaði við þó nokkra þungbúna fréttatíma dagsins og voru það því ekki einungis nokkur fitugrömm sem flutu burt í leiðinni, heldur einnig áhyggjur af stöðu mála.

Eftir að ég horfði á fréttatíma kvöldsins fékk ég samt hálfgert samviskubit þegar ég mundi skyndilega eftir 50 dollurum sem ég á í krukku og mér fannst það eiginlega orðin borgaraleg skylda mín að skipta þeim þannig að Bónus gæti keypt banana og N1 bensín á bílinn.

Ég játa þó fúslega að á þessari stundu hef ég meiri áhyggjur af því að þurfa að vakna eldsnemma í fyrramálið til að taka þátt í 1.500 metra skriðsundi. Keppnin hefst nefnilega kl. 8 og upphitun kl. 7.


Lítil sem engin umfjöllun um fjárlagafrumvarpið

Það er lýsandi fyrir ástand mála í efnahagsmálum hvað það fer fram lítil umræða um fjárlagafrumvarpið sem er fjárhagsrammi ríkisins á næsta ári. Flestir gera sér ljóst að áætlunin er í algjöru uppnámi og skiptir engu máli ef menn ná ekki að leysa bráðavandann sem efnahagslíf þjóðarinnar er í.

Ef maður miðar snörp viðbrögð Samfylkingarinnar við að bjarga ísbirni úti á Skaga og síðan sofandahátt á umliðnum mánuðum gagnvart þeim þrengingum og þeirri kreppu sem blasir við hlýtur maður að spyrja sig um jarðtengingu ráðherranna. Hvers vegna má ekki skoða það að ná í 70-80 milljarða í hafið? Það hefur ekki fengið neina skoðun, heldur er haldið áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum sem reyna að renna færi fyrir þorsk. Það er greinilegt að Samfylkingunni er meira umhugað um að koma í veg fyrir veiðar á ísbjörnum og þorski en huga að efnahag þjóðarinnar.


mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband