Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið tekur afstöðu með útrásarvíkingum gegn Geir Haarde

Í Morgunblaðinu kemur skýrt fram að blaðið tekur afstöðu með eigendum sínum Björgólfunum og gegn Geir Haarde forsætisráðherra.

Stjörnublaðamaðurinn Agnes Bragadóttir tekur tilfinningaþrungið viðtal við Björgólf Guðmundsson útrásarvíking en í viðtalinu kennir hann ríkisstjórn Íslands að stórum hluta um ófarir bankanna.

Blaðið er með umfjöllun um neyðarlögin þar sem slegið er úr og í varðandi réttmæti þeirra.

Síðast en ekki síst kemur fram sú furðulega afstaða í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að bankahrunið sé ekki bein afleiðing fjárglæfra og lausataka stjórnvalda við stjórn efnahagsmála og fjármálaeftirlits, eins og ætti að vera flestum ljóst. Nei ritstjóri Morgunblaðsins étur upp eftir eiganda blaðsins þá skoðun að bankahrunið sé stjórnvöldum að kenna og þá sérstaklega  þrákelkni Geirs Haarde við að vilja standa fyrir utan ESB sem hafi síðan beinlínis orðið til þess að sett voru neyðarlög, þar sem ótal lagaákvæðum var sópað til hliðar.

 

 


mbl.is Farið inn í brennandi hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband