Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru meira en lítið gruggug. Nú er kominn 22. október, liðnar rúmar þrjár vikur frá falli fyrsta íslenska bankans, og bæði almenningur og stjórnarandstaða fá mjög takmarkaðar upplýsingar. Svo virðist sem fjármunir hafi gufað upp í bönkunum, peningunum sópað út úr þeim og sumir selt bréf í þeim á síðustu mínútunum. Enginn fær að vita hverjir seldu. Það er ekki að sjá að gripið hafi verið til gagnsærra og harðra aðgerða til að fá einhverja mynd af málum eða tryggja að ríkið verði ekki af verðmætum. Þjóðin stendur frammi fyrir skuldbindingum næstu kynslóða og þeir sem bera ábyrgð á málum, hvort sem eru stjórnmálamenn, bankamenn eða útrásarvíkingar, valsa um eins og fínir menn og þykjast vera að greiða úr málum. Stjórnarandstöðunni eru skammtaðar upplýsingar úr hnefa og þjóðinni sagt að standa saman.

Það er deginum ljósara að ábyrgðin á því hvernig komið er liggur fyrst og fremst hjá Sjálfstæðisflokknum. Óneitanlega hlýtur Samfylkingin, með því að taka þátt í þögguninni, að dragast niður í fúafenið, meira en efni standa endilega til. Auðvitað hefur Björgvin G. Sigurðsson brugðist sem viðskiptaráðherra og virðist meira að segja reyna að fela fyrri yfirlýsingar og meintar meiningar með því að loka heimasíðunni sinni.


Bloggfærslur 22. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband