Leita í fréttum mbl.is

,,Verum ekki á nornaveiðum"

Sjálfstæðismenn eru skelfdir þessa dagana, þeir vita sem er að þeir bera mestu ábyrgðina á stöðu efnahagsmála. Þeir hafa aldrei verið seinir til þess að þakka sér þegar vel gengur. Þegar á móti blæs kannast þeir ekki við verkin sín. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins biðja landsmenn hver af öðrum þess lengstra orða að vera ekki á nornaveiðum heldur standa saman og jafnvel flagga! Stundum hefur sú leið verið farin að beina óánægjunni í aðrar áttir, s.s. til forseta Íslands, Breta og Bónuskallanna.

Staðreyndin er sú að enginn hefur verið á nornaveiðum, heldur vill fólk fá skýringar og rannsókn, og óskar eftir að ráðamenn axli ábyrgð. Samfylkingin leggur blessun sína yfir ástandið með því að hafa ekki hróflað við einu eða neinu í valdatíð sinni.

Nú er ljóst að úrslit kosninga til setu í öryggisráðinu fóru á besta veg sem verður til þess að ríkisstjórnin kemur heim úr löngum atkvæðaveiðitúr. Nú er aldrei að vita nema ráðamönnum detti í hug að leysa úr verkefnum hér heima.

                Verum bjartsýn, stöndum saman ...


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi Gunnarsson og Bjarni Ármannsson standa saman í stjórnum Glitnis

Það er greinilegt að þræðir Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tvinnast víða saman í bankabullinu sem er á góðri leið með að lama íslenskt þjóðlíf. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, græninginn Illugi Gunnarsson, sat í stjórn Glitnis sjóða sem kynntir voru til sögunnar sem einkar örugg fjárfesting. Margur treysti stjórn sjóðanna fyrir ævisparnaðinum með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum núna.

Það vakti athygli mína á flakki um vefi Glitnis að sérstakur heiðursgestur á landsþingi Samfylkingarinnar í fyrra, kaupréttarmaðurinn Bjarni Ármannsson, situr einnig í stjórnum á vegum sjóðs í handarjaðri Glitnis-samsteypunnar. Þar á ég við Almenna lífeyrissjóðinn. Bjarna var á landsþinginu, minnir mig, klappað sérstaklega lof í lófa fyrir að vilja afnema launaleynd. Nú þegar Samfylkingin ræður bankastjóra Glitnis virðist vera sem festa eigi í sessi launaleyndina hjá ríkisbönkunum.


Bloggfærslur 17. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband