Leita í fréttum mbl.is

Veitir forsetinn Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Jóni Trausta Reynissyni fálkaorðuna?

Ég sá glefsur úr viðtalinu við forsetann okkar, Ólaf Ragnar, sem barðist af kappi fyrir útrásinni. Eitthvað virðist hún hafa farið úr böndunum, útrásin, a.m.k. er þjóðfélagið alveg á haus. Nánast enginn hefur viljað axla ábyrgðina, ekki Davíð Seðlabankastjóri, ekki Geir Haarde sem sat í ráðherranefnd um einkavæðingu, núverandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, ekki Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra bankamála og sú sem einnig sat í einkavæðingarnefnd ráðherranna, ekki Halldór Ásgrímsson sem sérvaldi vini í S-hópnum með aðstoð Björns Inga Hrafnssonar sem síðar var kenndur við REI, ekki útrásarvíkingarnir Björgólfur, Jón Ásgeir og Hannes, ekki bankamennirnir Kjartan Gunnarsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og hvað þá Bjarni Ármannsson, ekki Fjármálaeftirlitið, ekki verkalýðshreyfingin sem sat í stjórnum lífeyrissjóðanna og ráðstafaði ævisparnaði umbjóðenda sinna, ekki fjölmiðlarnir sem áttu að veita aðhald (nema DV) og ekki Ingibjörg Sólrún sem neitaði að horfast í augu við augljósar brotalamir.

Þess er að vænta að forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, sem ekki er alls ókunnugur umdeildri einkavæðingu í stjórnartíð sinni sem fjármálaráðherra heiðri einu manneskjurnar á Íslandi sem hafa axlað ábyrgð í málinu. Þetta fordæmi þeirra ætti að skipta máli í umræðunni.


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband