Leita í fréttum mbl.is

Magnús saltar Einar Kristin

Það er alltaf hálfundarleg upplifun að verða vitni að því þegar núverandi sjávarútvegsráðherra ver kvótakerfið út í eitt í ljósi þess að barátta hans gegn kerfinu skolaði honum ítrekað á þing. Í gærkvöldi gat þjóðin enn og aftur fylgst með ráðherranum í algjörri nauðvörn fyrir arfavitlausu kerfi sem brýtur mannréttindi á þegnunum. Sá sem sótti að honum í Kastljósinu í gær var varaformaður Frjálslynda flokksins sem beitti yfirvegaðri rökfærslu um að kerfið væri komið í þrot.

Helsta vörn Einars Kristins var að hanga á orðinu og láta móðan mása um nánast ekki neitt, sérstaklega fannst mér grátbroslegt þegar hann sagðist endilega þurfa að koma einhverju að, alltaf bara einhverju sem var svo hvorki eitt né neitt.

Staða Einars er að mörgu leyti þröng og ég hef á tilfinningunni að hann vilji stundum fara aðrar leiðir en að fylgja nákvæmlega forskrift LÍÚ, en virðist þó ekki hafa kjark í það þegar á hólminn er komið. Kvótakerfið á sér æ færri formælendur og ég tel mig finna að ýmsir flokkshestar Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks sem lengi voru fylgjandi kerfinu séu farnir að játa með sjálfum sér að kerfið er gjaldþrota og gengur engan veginn upp.

Það örlar þó á að einstaka samfylkingarmenn sem hafa lítið vit á sjávarútvegi séu nú hálft í hvoru orðnir talsmenn kerfisins, eflaust til að halda í hlýju hjónasængurinnar.


Bloggfærslur 30. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband