Leita í fréttum mbl.is

Ólafur F. næsti formaður?

Í dag urðu góð tíðindi fyrir Reykvíkinga og ekki síst fólk á landsbyggðinni. Það er ljóst að ekki verður hreyft við Reykjavíkurflugvelli á næstu árum sem verður vonandi til þess að kaffihúsaliðið í R-listanum nái áttum og fari ekki á taugum þótt ein og ein sjúkraflugvél trufli latte-drykkjuna sem vissulega er mikilvæg enda hafa margar lífsgátur verið leystar við þá iðju.

Það verður spennandi að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Ég hef þá trú að hugsjónamaðurinn Ólafur F. Magnússon eigi eftir að rækja starfið af trúmennsku, einlægni og harðfylgi. Það er ljóst að ef Ólafur F. Magnússon stendur sig sem forystumaður Reykvíkinga og nær að fylkja borgarbúum um sig og stefnumálin kemur hann vel til greina sem næsti forystumaður Frjálslynda flokksins.

Framundan eru mörg brýn verkefni í Reykjavík, það er alveg ljóst. Það má nefna starfsmannahald í stofnunum, til að mynda leikskólum, skíðasvæðum og sundstöðum. Svo má ekki gleyma samgöngumálum í Reykjavík sem verða ekki bara leyst með stærri umferðarmannvirkjum, heldur hlýtur að þurfa að líta til almenningssamgangna. Auk þess þarf að draga REI-málið upp á borðið og gera gangskör að Sundabrautinni. Málið hefur snúist um leikaraskap kjörinna fulltrúa í stað þess að þeir hafi rætt kjarna málsins af einhverju viti. Fyrst var Dagur í stjórnarandstöðu og gerði sig gildandi á móti Sturlu samgönguráðherra þar sem þeir kenndu hvor öðrum um að ekki væri hægt að fara í verkið. Síðan varð Dagur borgarstjóri og samflokksmaður hans ráðherra og þá strandaði málið á því hvort bjóða þyrfti verkið út eða ekki.

Nú má gera sér vonir um að skriður komist á málið.


Hvað verður ákveðið næst? - Mikill hringlandi á hálfu ári

Það er nokkuð snúið að átta sig á því hvert HB Grandi ætlar sér í reksti félagsins en fyrir rétt um hálfu ári tilkynnt félagið að það hygðist alfarið hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og þess í stað byggja upp á Akranesi.

 Yfirlýsing Granda frá 10. ágúst sl.

Landvinnsla botnfisks verður því fyrst og fremst á karfa og ufsa.  Til þess að haga henni á sem hagkvæmastan hátt verður hún öll sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri, sem áformað er að reisa á Akranesi.  Stjórn HB Granda hefur sent stjórn Faxaflóahafna ósk um samstarf í þessu skyni, m.a. í því fólgið að Faxaflóahafnir flýti gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi.  HB Grandi stefnir að því að reisa á þeirri uppfyllingu nýtt fiskiðjuver, sem verði tilbúið síðla árs 2009.  Þegar starfsemi í nýju húsi á Akranesi hefst, verði fiskvinnsla félagsins í Reykjavík lögð af.

Yfirlýsing frá Granda í september sl.

Hætt við að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að falla frá fyrirætlunum um að reisa á Akranesi nýtt fiskiðjuver, sem skyldi verða tilbúið árið 2009, enda hafa Faxaflóahafnir sf. ekki talið sér fært að uppfylla óskir félagsins, m.a. um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi.  

Nýja yfirlýsingin nú í janúar 2008 er svo fyrir þess efnis að það eigi að leggja af hefðbundna vinnslu og fækka störfum í fiskvinnslu HB Granda á Akranesi um 2/3 á næstu mánuðum.   

Hvað verður næst?


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband