Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn, seðlabankastjóri

Einn hópur manna á Íslandi er enn án gildandi kjarasamninga, sjómenn á minnstu bátunum. Sumir þessara báta eru í raun ekki litlir, heldur hafa verið stækkaðir út í ystu mögulega afkima furðulegra reglugerða sem gilda um smábáta þannig að þeir líta út eins og risavaxnir skókassar. Í sumum þessara báta eru jafnvel sjálfvirkar beitningarvélar. Smábátarnir geta sumir aflað mikilla fjármuna, jafnvel hátt í milljón á dag.

Ef marka má viðtökur sem kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda hefur fengið í aðildarfélögunum virðist ekki vera borð fyrir báru í rekstrinum til að gera kjarasamninga þrátt fyrir gríðarlegur tekjur þessara útgerða. Ástæðan er næstum örugglega sú að margar útgerðanna leigja aflaheimildir af einhverjum sem fékk þær gefins eða eru að reyna að festa kaup á þeim og greiða þar af leiðandi mikinn fjármagnskostnað.

Ég hef oft verið nokkuð undrandi á því hversu aðgerðalaus verkalýðshreyfingin hefur horft á þetta fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem það gríðarlega fjármagn sem hefur farið út úr greininni hlýtur að koma niður á þeim sem vinna í atvinnugreininni. Það segir sig sjálft. Og það bitnar líka á sjávarbyggðunum.

Ef marka má færslu Halla er gerjun í félagsmálum útgerðarmanna. Það er greinilegt að þeir aðilar sem vilja breytingar á kerfinu virðast vera að þjappa sér saman.

Að lokum er rétt að óska Davíð Oddssyni til hamingju með daginn. Það væri ráð fyrir hann í tilefni dagsins - úr því að kvótakerfið er komið að fótum fram - að festa sér miða til Kanarí. Hann taldi í eina tíð það ráð vænst þegar allt útlit væri fyrir að kvótakerfið væri á síðustu metrunum. Við hin getum þá fengið að stunda þá vinnu sem við kjósum og búa við sanngjarnar leikreglur.


Bloggfærslur 17. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband