Leita í fréttum mbl.is

Haraldur Árnason ætlar á sjó

Í kvöld hringdi í mig Siglfirðingurinn Haraldur Árnason og tjáði mér að hann væri staðráðinn í að halda til hafs á næstu dögum til þess að láta á það reyna hvort stjórnvöld virtu mannréttindi og leyfðu honum að nytja fjörðinn sinn. 

Haraldur Árnason 

Haraldur komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum í kjölfar þess að hann lagði nokkur rauðsprettunet á gúmmíbát á Siglufirði en þá var Halli um áttrætt. Þegar Halli var að koma í land með netin og örfáar rauðsprettur mættu honum lögreglumenn sem gáfu skýrt til kynna að ef hann héldi áfram uppteknum ólöglegum netaveiðum yrði hann kærður, sem hefði það í för með sér að hann yrði sektaður upp á mörg hundruð þúsund og að afli og veiðarfæri yrðu gerð upptæk.

Nú er Haraldur hálfníræður og staðráðinn í að láta reyna á hvort hann fái að ná sér í sprettu í soðið eins og hann hafði gert um margra áratuga skeið en var stöðvaður af vörðum laganna í nafni landslaga sem nú hafa verið úrskurðuð af mannréttindanefnd SÞ óréttlát.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde muni enn á ný senda útsendara sína til þess að stöðva gamla manninn frá því að ná í soðið fyrir sig og sína.


Bloggfærslur 12. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband