Leita í fréttum mbl.is

Prófessor Björg, hvað er það sem er ekki skýrt?

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kvakar í frétt á mbl.is að niðurstaða  mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem íslensk stjórnvöld beittu órétti og sviptu atvinnuréttindum sé ekki skýr og rökstuðningur sé knappur.

Hvernig er það, er það ekki lágmarkskrafa til þeirra sem kvarta yfir að frekari rökstuðning vanti að þeir rökstyðji það álit sitt? Það gerir Björg Thorarensen prófessor ekki.

Það er svo annað mál að flestum landsmönnum er ljóst að niðurstaðan er skýr. Kvótakerfið er óréttlátt og jafnræðis þegnanna er ekki gætt.

Það er fjarstæðukennt ef Ísland sem ætlar sér stóra hluti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í að bæta mannréttindi þjóða heimsins ætlar algerlega að hunsa tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að leiðrétta misrétti í eigin landi.


mbl.is Álit mannréttindanefndar ekki þjóðréttarlega bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband