Leita í fréttum mbl.is

Mörg hundruð þúsunda rjúpna týndar

Umhverfísráðherra tilkynnti í vikunni að það yrði einungis leyft að veiða rjúpu í 18 daga í haust en ákvörðunin byggir á ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar.

Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar byggir síðan aftur á reiknilíkani sem minnir um margt á reiknilíkön Hafró þar sem búinnn er til fasti um hversu hátt hlutfall af rjúpunni drepst af öðrum orsökum en veiðum. Þetta kallast náttúrulegur dánarstuðull og er hann fastsettur í 31% af veiðistofni.

Heildarafföll rjúpunnar eiga samkvæmt líkaninu að vera náttúrulegur dauði að viðbættu því magni sem veiðimenn eru sagðir veiða.

Líkanið gengur alls ekki upp, það mælist sem sagt meiri fækkun á rjúpu en sem nemur fastanum og veiðinni sem líkanið getur ekki útskýrt. Mörg hundruð þúsund rjúpur hafa týnst á síðustu tveimur árum út úr fuglabókhaldi Náttúrufræðistofnunar og verður hvarf þeirra ekki skýrt út með þeim aðferðum sem stofnunin vinnur með.

Alls ekki er hægt að kenna veiðum um þessa fækkun þar sem mælingar á friðaða svæðinu á suðvesturlandi síðustu tvö ár gefa nákvæmlega sömu mynd af afföllum og á norðausturlandi. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar frá í fyrra gaf reyndar til kynna að það hefði verið fjölgun á einstaka svæðum þar sem mikið var veitt, eins og á Austurlandi.

Í sjálfu sér er það réttmætt sjónarmið að vilja friða fallegan fugl - sem rjúpan er í íslenskri náttúru - en ég tel það mjög vafasamt að friðunin sé gerð á forsendum ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar þar sem hún er hvorki fugl né fiskur.

Ég hef vissar áhyggjur af því að þegar það er búið að þrengja þann tíma sem veiðar eru leyfðar verði mikið at þann stutta tíma sem þær standa yfir og að veiðimenn láti freistast til þess að halda til veiða í tvísýnu veðri.

Fyrir áhugasama lesendur um rjúpnaveiðar skal bent á spjallvefinn hlad.is en þar fer fram umræða veiðimanna um rjúpnaveiðitímann og er óhætt að fullyrða að þar sýnist sitt hverjum.


Bloggfærslur 15. september 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband