Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason, Robert Mugabe, Pol Pot og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, á það til að vera ákaflega seinheppinn. 

Í síðustu viku fór Björn mikinn á heimasíðu sinni í yfirlætislegri vandlætingu á skrifum félaga Jóns Magnússonar þingmanns.  Það sem fór svo fyrir brjóstið á Birni Bjarnasyni var að  Jón Magnússon benti Sigurði Kára Kristjánssyni og Birni Bjarnasyni á að það væri ekkert einsdæmi að stjórnmálaflokkur haldi jafn miklu fylgi í svo langan tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert, þrátt fyrir að vera samfellt í ríkisstjórn. Jón Magnússon greindi réttilega frá því að í Zimbabwe þar sem Robert Mugabe ræður ríkjum sé ástandið með þeim hætti að forsetinn fengi meirihluta atkvæða kosningar eftir kosningar þrátt fyrir að  lílfskjörin í landinu versnuðu og verðbólgan mælist nú um 4000 þúsund prósent.

Björn Bjarnason sagði á heimasíðu sinni: "Að bera saman stjórnmálalíf hér á landi og hjá einræðisherranum Mugabe er dæmi um viljaleysi til málefnalegra umræðna um stjórnmál og lítilsvirðing við þá, sem búa við kúgun alræðisherrans. Skyldi Jón trúa því, sem hann segir í þessum pistli?"

Þesi skinhelgi Björns Bjarnasonar kom mér satt best að segja mjög á óvart því eins og alkunna er  hefur Björn látið eitt og annað flakka á heimasíðu sinni s.s. þegar hann líkti fyrir nokkrum árum stjórnarháttum Ingibjargar Sórúnar Gísladóttur við starfshætti Pols Pots, sem ekki var einungis fjöldamorðingi heldur Þjóðarmorðingi.   Björn Bjarnason gekk svo langt að halda því fram að ekki einungis Ingibjörg Sólrún legði stund á svipaðar æfingar og Pol Pot heldur voru aðrir samfylkingarmenn nefndir til sögunnar  s.s. Össur Skarphéðinsson núv. byggðamálaráðherra og Helgi Hjörvar þingmaður.  

Nú eru breyttir tímar . Samfylkingin hefur farið í endurhæfingu og tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjölmörgum málum s.s. að standa vörð um óréttlátt kvótakerfi.


Bloggfærslur 7. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband