Leita í fréttum mbl.is

Heilög Jóhanna tekur þátt í leiknum

Enn og aftur berast fréttir austan af Kárahnjúkum um að brotin séu réttindi á erlendu verkafólki, nú í tengslum við bílslys þar sem fjöldi verkamanna slasaðist og reyndist ekki hafa lágmarksréttindi. Í stjórnarandstöðu fór núverandi félagsmálaráðherra mikinn í að tíunda að pottur væri brotinn hvað þessi mál varðar.

Nú þegar Samfylkingin er komin í mjúk sæti virðist ekkert vera að gerast, það þarf að kanna, skoða, leita leiða og bíða eftir nefnd sem mun athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað. Það er fáránlegt að láta umræðuna um ábyrgð í þessu máli snúast um einstakar starfsmannleigur eða verktaka, stjórnvöld hljóta að bera ábyrgðina en þau hafa heykst á að taka á því sem vitað er að hefur verið í ólagi frá því að framkvæmdin fór af stað, frá því að innstreymi erlends verkafólks varð hömlulaust.


Hópefli kvótavina í svartnættinu

Það fer ekki á milli mála að kvótakerfið hefur borið upp á sker og beðið algert skipbrot. Það sýnir niðurskurður þorskveiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár og afkoma helstu sjávarútvegsfyrirtækja sem eru orðin stórskuldug eins og nýlegt uppgjör HB Granda ber ljóslega með sér.

Nú hafa helstu hugmyndafræðingar kerfisins boðað til ráðstefnu þar sem á að berja í brestina og þeir telja sér og öðrum trú um að allt leiki í lyndi. Lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson sem kostaður er af LÍÚ mun ræða um þorskstofninn og bankastarfsmaðurinn í Reykjavík Ásgeir Jónsson mun fjalla um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun.

Það er grátbroslegt að enginn fiskifræðingur og hvað þá sérfræðingur frá Byrggðastofnun mun tjá sig um þessi málefni. Það er spurning hvort kranablaðamennskan muni skrúfa gagnrýnislítið frá niðurstöðu þessa málþings kvótavinanna.

Helgi Áss hefur á liðnum vikum mikið látið fara fyrir sér á síðum Morgunblaðsins í umræðum um sjávarútvegsmál. Ég hef verið á báðum áttum um hvort ég ætti að nenna að svara greinunum á sama vettvangi. Helgi gerir sig sekan um að misskilja grundvöll þess sem hann fjallar um. Í réttlætingu sinni fyrir kvótakerfinu hefur hann beint sjónum sínum að stærð fiskiskipastóls við Íslandsstrendur, að hann hafi farið stækkandi, og réttlætir þannig kvótakerfið, þ.e. að skipastóllinn hafi stækkað en aflinn minnkað.

Í fyrsta lagi gerir hann ekki grein fyrir breytingum sem verða á sókn erlendra togara hér við land og í öðru lagi skiptir stærð flotans sáralitlu máli. Eftir 1984 þegar kvótakerfinu er komið á er ákveðið hversu margir fiskar eru teknir úr sjónum og það skiptir ekki máli upp á sóknina hvort það er gert með 10, 20 eða þúsund skipum. Líffræðilegar forsendur eiga ekki að breytast með fjölda skipa.


Bloggfærslur 28. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband