Leita í fréttum mbl.is

Kom þorskurinn frá tunglinu?

Pennavinur minn og blaðamaður Morgunblaðsins Hjörtur Gíslason spurði í Morgunblaði gærdagsins helsta og virtasta sérfræðinga Hafró; hvaðan í ósköpunum kæmi stóri þorskurinn sem togarinn Kiel mokaði inn fyrir borðstokkinn á dögunum?

Þessi spurning blaðamannsins er ofureðlileg í ljósi þess að grænlenski þorskstofninn er talinn af Alþjóða hafrannsóknarráðinu í afar mikilli lægð og var afli Kiel í raun drjúgur hluti af stofnstærðinni eins og ráðið metur stofnstærðina.

Varla gat þessi fiskur vera kominn frá Íslandi enda er ástand þorskstofnsins mjög alvarlegt að mati Hafró þrátt fyrir að veitt sé nánast í samræmi við ráðgjöf og þaðan í síður gat stóri fiskurinn verið kominn frá Barentshafinu þar sem veitt er hundruð þúsund tonna umfram ráðgjöf.  Algerlega útilokað var að fiskurinn kæmi úr Norðursjónum eða frá Kanada en Þorskurinn á nánast að vera útdauður þar  að mati sérfræðinga Hafró. 

Það er því ekki nema von að blaðamaðurinn Hjörtur og þeir sem trúa í blindni á þessar vafasömu talningu á fjölda fiska í sjónum spyrji hvaðan  þorskurinn komi?  Enda er ástandið svart eins og áður segir og þess vegna allt eins líklegt að þorskurinn kæmi frá tunglinu ef skýrslur Hafró eru einar hafðar til hliðsjónar.

Niðurstaða sérfræðings Hafró var í viðtalinu að líklegast væri að þorskurinn væri af grænlenskum uppruna sem Kiel mokaði upp en hann komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að þessi fiskur eigi vart að vera til í þessu magni samkvæmt niðurstöðum Alþjóðahafrannsóknarráðsins.  Helsti varnagli sem sleginn  var á niðurstöðuna, var að það vantaði upplýsingar um erfðasamsetningu fisksins. 

Eftir því sem ég best veit er ekki nokkur lifandi leið að ákvarða út frá greiningu á DNA hvaðan Þorskur er uppruninn hvort hann er frá Grænlandi, Færeyjum eða Íslandi?  Það væri afar fróðlegt fyrir mig sem líffræðing ef að sérfræðingur Morgunblaðsins gæti leitað svara við þeirri spurningu enda væri þá eflaust brotið í blað í sögu náttúruvísindanna.

 


Bloggfærslur 23. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband