Leita í fréttum mbl.is

Dagur pissar upp í vindinn

Sérkennileg er greinin eftir Dag B. Eggertsson á bls. 18 í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir Björn Inga Hrafnsson fyrir sinnuleysi. Hann segir Björn Inga ekki hafa brugðist nógu rösklega við niðurskurði á aflaheimildum sem eru alfarið á ábyrgð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Degi finnst greinilega sem Björn Ingi hafi brugðist öðruvísi við en hann ætti að gera en segir þó ekkert um hvað hann ætti að gera. Hvatinn að greininni er fyrirhugaðir flutningar HB Granda upp á Akranes sem eru að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins afleiðing af niðurskurði aflaheimilda í þorski.

Það sem er alvarlegt við ákvörðun og málflutning Samfylkingarinnar er að fyrir kosningar gaf hún í skyn að til stæðu einhverjar breytingar á sjávarútvegi en eftir kosningar neitar hún að fara yfir veigamikil rök þeirra sem sýna fram á að niðurskurðurinn sé algerlega óþarfur.

Hvað vill annars Dagur upp á dekk, hvað meinar hann með greininni?


Bloggfærslur 13. ágúst 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband