Leita í fréttum mbl.is

Vinir og ,,vinur" Akureyrar

Það er til áhugamannafélag sem kallar sig Vini Akureyrar. Það hefur m.a. staðið fyrir skemmtunum á Akureyri um verslunarmannahelgar og er það vel. 

Ég ætla að renna á Akureyri um verslunarmannahelgina enda er ég mikill vinur höfuðstaðar Norðurlands.  Einhverjir Eyfirðingar drógu í efa að ýmsar af tillögum sem ég lagði fram til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu fyrir síðustu kosningar væru til hagsbóta fyrir áframhaldandi öfluga útgerð í Eyjafirði.  Nú er að renna upp fyrir mörgum að þær breytingar sem lagðar voru fram eru lykillinn að framþróun í sjávarútvegi. 

Það eru einkum aðgerðir Guðmundar Kristjánssonar, harðduglegs útgerðarmanns vestan af Snæfellsnesi, sem hafa opnað augu margra.  Hann hefur allt frá því að hann gerði Akureyringum þann vinargreiða að kaupa Brim af Landsbankanum sagst ætla að stuðla að margvíslegum framförum í Eyjafirði.  Það átti að efla útgerð og landvinnslu á Akureyri en einn liður í því var fjárfesta í bátum sem veiddu á línu.  Eitthvað hafa þessar breytingar staðið á sér en öðrum breytingum verið hrundið í framkvæmd sem hafa ekki allar verið fallnar til vinsælda, s.s. að skrá skip félagsins í Reykjavík og sömuleiðis breytingar á vinnutíma sjómanna. 

 brimnes.jpg

Kaupin á glæsifleyinu Brimnesi sem sagan segir að hafi átt að heita Vinur hafa sett ugg að mörgum Eyfirðingnum þar sem hætt er við að veiðiheimildir verði fluttar af gömlum togurum Útgerðarfélags Akureyrar og yfir á Brimnesið sem skráð er í Reykjavík.

Ef sú verður raunin verður það mikil blóðtaka fyrir atvinnulíf og öll umsvif á Akureyri.   


Bloggfærslur 31. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband