Leita í fréttum mbl.is

Nýbúi sem hefði betur aldrei komið til landsins

Í síðasta greinarkorni sagði ég frá því að ég hefði orðið vitni að rústaskoðun Geirs forsætisráðherra á Siglufirði þegar ég var að koma úr veiðitúr á Siglunesi.   

Það sem helst bar til tíðinda í veiðinni var að snemma morguns þegar ég var að vitja um net á Neskróknum sá ég að einn silungurinn var með djúpt hringlaga sár. Mér datt strax í hug að um væri að ræða steinsugu sem er „frumstæður“ kjaftlaus fiskur sem lifir sníkjulífi á öðrum fiskum en hann bítur sig fastan í hold og skilur eftir sig hringlaga sár. 

Ég ýtti þessari hugsun til hliðar þar sem ég hafði ekki heyrt af því að steinsugur væru tíðir gestir í náttúru Íslands. Þegar ég var kominn í hús skömmu síðar heyrði ég á Rás 1 viðtal við Sigurð Guðjónsson framkvæmdastjóra Veiðimálastofnunar sem greindi frá að þær væru nýir nýbúar í náttúru Íslands, þeirra hefði aðallega orðið vart á Suðurlandi en jafnframt var tekið fram að þær hefðu ekki sést á Norðurlandi.

Eftir að hafa rætt við Benóný Jónsson líffræðing er nokkuð ljóst að sárið á silungnum er eftir nýbúann sem allir veiðimenn eru sammála um að hefði betur aldrei komið til landsins.


Bloggfærslur 26. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband