Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde í rústaskoðun á Siglufirði

Í þann mund sem ég var að fara að hífa gúmmíbátinn minn á Siglufirði sá ég útundan mér Geir forsætisráðherra sem var að sækja Siglfirðinga heim. Hann er væntanlega að skoða rústirnar eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum í hátt í tvo áratugi.

Staðan á Siglufirði hefur gerbreyst á þessum tíma. Nú er ekki nokkur von fyrir nýja aðila að hefja útgerð og fiskvinnslu, það er enginn togari á staðnum, ekkert frystihús og rækjuvinnslan er í þann mund að leggja upp laupana. Flaggskip fiskvinnslunnar á Siglufirði verður væntanlega salfiskverkunin Þeysill sem er lítil saltfiskvinnsla.

Það er kaldhæðnislegt að um leið og ég sá forsætisráðherrann skarta ljósum búningi sá ég fiskverkanda sem hafði starfrækt fiskverkun um áratugaskeið, en sagan segir að hann hafi verið knúinn í gjaldþrot af sjálfri Byggðastofnun vegna 4 milljóna kr. skuldar við stofnunina. Það var skömmu áður en ríkisstjórnin tilkynnti að Byggðastofnun ætti að gegna meginhlutverki í að bjarga landsbyggðinni.

Ef maður þekkir stjórnarherrana rétt er ekki líklegt að mikið kjöt verði á beinunum í umtöluðum mótvægisaðgerðum. Fyrri aðgerðir hafa verið til friðþægingar og að nafninu til. Raunverulegar mótvægisaðgerðir á Siglufirði sem akkur væri í væru að auka frelsi í sjávarútveginum, t.d. væri byrjunin að leyfa handfæraveiðar og tryggja að fiskur færi á markað.


Bloggfærslur 24. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband