Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið og mótvægisaðgerðirnar

Í Morgunblaðinu í dag fjallaði bryggjuspjallarinn um það hvers vegna mótvægisaðgerðirnar fælu ekki í sér aukið þorskeldi og var það skýrt út með því að aleldi svokallað í þorski væri skammt á veg komið á Íslandi og það tæki jafnvel þá einhver ár að framleiða sláturfiska í því eldi. Í umfjölluninni var hlaupið yfir þá staðreynd að þorskeldi á Íslandi felst fyrst og fremst í áframeldi á villtum þorski. Þess vegna þurfa þeir sem stunda eldið að hafa yfir þorskkvóta að ráða og eins og ég hef fjallað um á blogginu eru 500 tonn ætluð í þetta verkefni.

Það er ljóst að kvótakerfið kemur í veg fyrir að kraftur sé settur í þorskeldið á Íslandi.

Það er fleira sem vakti athygli mína í Morgunblaðinu í dag, t.d. frétt um fjölgun á kaupsamningum vegna fasteignaviðskipta sem lesa mátti um á forsíðu. Þá hlýtur að vakna spurningin hvort tekin hafi verið í reikninginn kaup félaga á eignum sem ekki er farið að nýta. Það væri fróðlegt að brjóta töluna niður og sjá hvað er raunverulega á bak við 71,9% aukningu milli ára. Þessi frétt vakti athygli mína og það væri fróðlegt að sjá frekari skýringar á næstunni.


Bloggfærslur 23. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband