Leita í fréttum mbl.is

Össur og Einar Kristinn svara ekki gagnrýni

Það er vert að velta því fyrir sér hvers vegna hvorki sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson né Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra svara málefnalegri gagnrýni á forsendur fiskveiðiráðgjafar sem gengur mjög nærri sjómönnum og byggðum landsins. Í gær var t.d. mjög vönduð grein í Morgunblaðinu eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing sem ætti að kalla á viðbrögð.

Þeir vinirnir Össur og Einar Kristinn eru ekki einir um að svara í engu gagnrýni á veikar forsendur fiskveiðiráðgjafarinnar, en það sama má segja um viðbrögð opinberra stofnana, s.s. Hafró og Hagfræðistofnunar sem svara með þögninni.

Þegar gagnrýni er ekki svarað er það venjulega annars vegar vegna þess að þeir aðilar sem hún beinist að eiga engin svör og reyna því með öllum ráðum að leynast en hins vegar getur verið að ráðamönnum þyki gagnrýnin svo fádæma vitlaus og ómerkileg að hún sé ekki svaraverð. 

Smábátafélagið Reykjanes ályktaði í fyrradag að stofnstærðarmæling Hafró væri út úr öllu korti og rökstuddi þá ályktun ágætlega, s.s. með því að þorskstofninn hefði minnkað, vel að merkja samkvæmt mælingum, um 200 þúsund tonn á hálfu ári.

Ég tel rétt að sjómenn á Reykjanesi og landsmenn almennt velti fyrir sér hvers vegna þessari gagnrýni er ekki svarað. Er það vegna þess að Össur og Einar Kristinn treysta sér ekki í röksemdafærsluna þrátt fyrir fulltingi allra færustu sérfræðinga sem að sögn eru í fremstu röð í heiminum eða telja Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þessa gagnrýni og þá aðila sem setja hana fram svo ómerkilega að hún sé ekki svaraverð?


Bloggfærslur 18. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband