Leita í fréttum mbl.is

Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands?

Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands? Ég tel að það leiki mikill vafi á því að ef að mark má taka af hagfræðingum sem að Viðskiptablaðið setti sig í samband við til þess að fá fra álit þeirra á því hvernig niðurskurður á aflaheimildum muni koma niður á  þjóðarskútunni.  Í kostuglegri fréttaskýringu Viðskiptablaðsins er nánast fullyrt að áhrif sjávarútvegsins á efnahag þjóðarinnar sé hverfandi! 

Hagfræðingarnir sem líklega eru starfandi á hinum ýmsu greiningadeildum telja að svo sé, þrátt fyrir að sjávarútvegurinn standi undir meira en helmingi af vöruútflutningi landsmanna.  Það er gert með því að greina frá því hversu hátt hlutfall sjávarútvegurinn er af allri veltu í landinu þ.e. landsframleiðslunni. Vegna vanhugsaðara og óþarfra sekerðingar ríkisstjórnarinnar á aflaheimildum fer hlutfall sjávarútvegsins niður fyrir 10% af landsframleiðslunni.

 Með því að setja hlutina í þetta samhengi og nota svipaða röksemdafærslu má fullyrða að álframleiðsla landsmanna sem stendur undir helmingi minni útflutningsverðmætum en fiskurinn skipti nánast engu máli, sérstaklega ef litið er til þess að það þarf að flytja inn verðmæti s.s. súrál til þess að geta framleitt álið góða.

Í áðurnefndri "fréttaskýringu" er það rakið skilmerkilega að sjávarútvegurinn eigi mikla sök á helstu efnahagskreppum sem landsmenn fóru í gegnum á 20. öld og þess vegna væri vel að hann væri hverfandi þar sem þá væri þjóðin að mestu laus við þetta vandræðabarn sitt.

Þessi skrif í Viðskiptablaðinu eru ef til vill lýsandi fyrir þá vitleysis umræðu sem fram fer um sjávarútvegsmál s.s. þegar ráðherra telur það æðislega gott fyrir orðspor Íslendinga að geta ekki veitt og selt vegna meintrar ofveiði liðinna ára. Sumir reyna að leynast þegar talið berst að sjávarútvegi s.s. Dr. Össur Skarphéðinsson ráðherra byggðamála sem ræðst að sjávarbyggðunum með gerræðislegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar en svarar með þögn þegar hann er spurður nánar málefnalegra spurninga um veikan grundvöll ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.

 


Bloggfærslur 11. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband