Leita í fréttum mbl.is

Kvótinn var skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum S og D

Ég hef ítrekað reynt að  spyrja talsmenn Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, þá Össur Skarphéðinsson og Karl Matthíasson, út í skrif og afstöðu þeirra til skýrslna Hafró og Hagfræðistofnunar og jafnframt þá til kvótakerfisins. Þeir hafa ekki enn séð ástæðu til að svara málefnalegum spurningum en það gladdi mig óneitanlega að Karl Matthíasson, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, sá ástæðu til að bregðast við skrifum mínum. Það hafði nefnilega verið gefið í skyn af samfylkingarfólki hér á síðunni að þingmenn Samfylkingarinnar væru merkilegri en svo að þeir ættu í skoðanaskiptum við almúgann. Auðvitað geta kjörnir fulltrúar ekki hlaupið eftir tittlingaskít og svarað öllum spurningum, en þegar um er að ræða spurningar sem varða grundvallarmál eins og jafnræði er ekki til of mikils mælst að þeir svari fyrr eða síðar. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera jafnaðarmannaflokk og kvótakerfið elur á ójafnrétti þannig að það er vandfundið mál sem ætti að brenna heitar á jafnaðarmönnum.

Það er vissulega miður að hvorki Karl né Össur hafi enn sem komið er svarað efnislega spurningum mínum en samt sem áður koma fram mjög merkilegar upplýsingar í skrifum Karls Matthíassonar.

Í fyrsta lagi kemur fram að óbreytt fiskveiðistefna sé Samfylkingunni þvert um geð en um það hafi engu að síður verið samið við Sjálfstæðisflokkinn og þá að Samfylkingin hafi fengið eitthvað gott í staðinn.

Í öðru lagi kemur fram að Karli Matthíassyni þyki þetta mjög erfitt mál enda hafi þetta gert hann að ómerkingi orða sinna í kosningabaráttunni þegar hann lofaði fólkinu í sjávarbyggðunum breytingum á þessu óréttláta kerfi sem - eins og hann lýsti því - hefur rústað sjávarbyggðunum.


Bloggfærslur 1. júlí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband