Leita í fréttum mbl.is

Nýtt afbrigði Samfylkingarinnar af umræðustjórnmálum - þagnir og ómarkviss kjaftavaðall

Samfylkingin boðaði þá fyrir nokkrum misserum síðan að taka upp umræðustjórnmál undir forystu Samfylkingarinnar sem áttu að leysa átakastjórnmál af hólmi.  Þau sem boðuðu þessa nýbreytni voru m.a. hugmyndafræðingurinn Eiríkur Bergmann og núverandi formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Eftir að Samfylkingin komst í stjórn hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera sem að það hafi verið tekin upp algerlega ný tegund umræðastjórnmála sem einkennist af ómarkvissum kjaftavaðli og grafarþögn þegar beint er til ráðamanna Samfylkinganna markvissum spurningum. 

Þetta nýja og einkennilega afbrigði kemur nokkuð skýrt fram sérkennilegri framgöngu varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Karls Matthíassonar og Össurar Skarphéðinssonar ráðherra byggðamála sem skrifa ruglingslegar greinar um sjávarútvegsmál og svara síðan ekki  í nokkru málefnalegum spurningum er varða skrif sín.

Ég hef beint spurningum til þessara háu herra á heimasíðum þeirra en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki séð ástæðu til að svara enn sem komið er.

Karl er talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og lét óréttlætið og óstjórnina í sjávarútvegi sig miklu varða fyrir síðustu kosningar og ætti þess vegna að vera það létt verk að svara einföldum spurningum ef vilji væri fyrir hendi.  Spurningarnar eru m.a. hvernig Hagfræðistofnun geti spáð fyrir um stofnstæð áratugi fram út frá mismunandi aflareglum,  ef mikil óvissa ríkir um mælingu á stofnstærð þorskins sem nú er á sundi á í kringum landið og sérstaklega í ljósi þess að það hefur þurft að "leiðrétta" stofnstæð þorsks mörg ár aftur í tímann?

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar er þetta sérstaklega tekið fram m.a. á bls. 48 að erfitt sé að meta veiðistofn í upphafi hvers árs með mikilli nákvæmni.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að hvort að þessir valdamiklu menn Karl og Össur taki sig á og svari eða þá hvort að vaðallinn verður látinn nægja.


Bloggfærslur 29. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband